Framleiðsla og þjónusta

 

JSÓ ehf. er framleiðslu- og þjónustufyrirtæki. Fyrirtækið framleiðir ýmsar nytjavörur úr stáli fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Hluti af framleiðslu og þjónustu fyrirtækisins eru smíði og uppsetningar á stigum og handriðum bæði innan- og utandyra. Stálklæðningar á veggi og borðplötur ásamt suðu á stálvöskum í stálborðplötur. Fyrirtækið annast alla almenna stálsmíði. Hjá fyrirtækinu starfar arkitekt með löggildinu.

JSÓ framleiðir á lager nokkrar gerðir af ryðfr.glerfestingum til nota bæði úti og inni. Glerfestingar eru notaðar til að festa upp glerhandrið, glersturtuklefa og glerveggi, sjá myndir hér. Glerskinnur og glerskúffur eru ekki til á lager þær eru sérsmíðaðar fyrir hvert verkefni. Fjöldi punktaglerfestinga í glerhandriði fer eftir byggingarreglugerð hvers tíma og burðarþolshönnun verkfræðings.

Lámarksvinna á verkstæði er 1. klst.