Um okkur

 

Mannvirkjastofnun hefur skráð gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins í gagnasafn stofnunnarinnar samkvæmt 24.gr., 31.gr. og 32.gr. laga um mannvirki nr. 160/210. Upplýsingar um skráða aðila gæðastjórnunarkerfisins er að finna á heimasíðu Mannvirkjastofnunar á listum yfir löggilta hönnuði, löggilta iðnmeistara og aðila með starfsleyfi byggingarstjóra

JSÓ er með C gæðavottun frá Samtökum Iðnaðarins.


Fyrirtækið Járnsmiðja Óðins var stofnað í september 1986 af Óðni Gunnarssyni. Skráð nafn fyrirtækisins er JSÓ ehf. Járnsmiðja Óðins. Fyrirtækið býr að mikilli starfsreynslu.

JSÓ framleiðir flestar vörur eftir séróskum viðskiptavina. Fyrirtækið á gott safn ljósmynda af verkum sem það hefur unnið og er það mikið notað af viðskiptavinum og arkitektum. Fyrirtækið á góða og farsæla samvinnu með íslenskum arkitektum í rúman aldarfjórðung. Byggingarverkfræðingur burðarþolsreiknar öll glerhandrið sem framleidd eru hjá JSÓ.


Arkitekt starfar hjá JSÓ og aðstoðar viðskiptavini með útfærslu og hönnun