Uppsetning

 

JSÓ gerir ekki tilboð í uppsetningar en hægt er að gera kostnaðaráætlun. Uppsetningu er ávalt miðað við; að unnið sé í dagvinnu,  að aðgengi sé gott á verkstað, að góð og örugg festa sé í loftum og í gólf megi bora og skrúfa eftir þörfum, loft og veggir séu bein, lóðrétt og lárétt og hæf til uppsetningar. Ef gera þarf sérstakar ráðstafanir greiðist sú aukavinna sérstaklega. Einnig greiðist kostnaður við krana og lyftuvinnu sérstaklega. 
Máltökur eru á ábyrgð kaupanda ef þær eru ekki unnar af starfsmönnum JSÓ ehf. Hönnun er á ábyrgð verkkaupa ef ekki liggja fyrir teikningar frá fagaðilum. Hjá JSÓ starfar arkitekt sem aðstoðar viðskiptavini við útfærslu og hönnun. 

Byggingartæknifræðingur burðarþolshannar glerhandrið með punktaglerfestingum fjöldi festinga er ávalt samkvæmt burðarþolsútreikning. 
 

Svo uppsetning gangi vel og áfallalaust er verkkaupa bent á eftirtalin atriði:

  1. staðsetja allar lagnir áður en uppsetning hefst.  JSÓ ehf ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af, ef borað er í lögn sem ekki hefur verið staðsett af verkkaupa þ.e (hita-,vatns- og  rafmagnslagnir)
  2. fjarlægja húsgögn og lausa hluti sem hindra aðkomu og vinnu vegna uppsetningar. JSÓ ehf  ber ekki ábyrgð á innanstokksmunum ef tjón hlýst á við uppsetningu.
  3. hylja gólfefni (flísar,parket, teppi) fyrir uppsetningu. JSÓ ehf  ber ekki ábyrgð á  rispum eða öðru tjóni á gólfefni sem kanna að verða vegna uppsetningar. 
  4. Ef bora þarf í flísar eru flísar á ábyrgð verkkaupa.
  5. Lámarksgjald fyrir uppsetningu er einn maður í 2 klst og akstur kr.4.285 m/vsk